Samkeppniseftirlitið skoðar samrunann

Basko rekur verslanir undir vörumerki 10-11, Iceland, Háskólabúðin og Inspired …
Basko rekur verslanir undir vörumerki 10-11, Iceland, Háskólabúðin og Inspired By Iceland. Ljósmynd/Af vef 10-11

Samkeppniseftirlitið leitar sjónarmiða vegna kaupa Samkaupa á 14 verslunum Basko ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu en Morgunblaðið greindi frá fyrirhuguðum kaupum á miðvikudaginn. Basko rekur m.a. allar 10-11 verslanirnar, Iceland og Dunk­in´ Donuts en ekki hefur fengist upp gefið hvaða verslanir Basko verða seldar.

Í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu segir að því beri að rannsaka hvort samruninn hindri virka samkeppni með því að markaðsráðandi staða eins eða fleiri fyrirtækja verði til eða slík staða styrkist, eða að samkeppni á markaði raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti, sbr. 17. gr. c samkeppnislaga.

„Við rannsóknina hefur Samkeppniseftirlitið m.a. til skoðunar hver staðbundin áhrif samrunans kunna að vera á svæðum þar sem keppinautum mun fækka í kjölfar samrunans. Hefur Samkeppniseftirlitið sérstaklega til skoðunar hvort þeir keppinautar sem eftir standa á tilteknum svæðum muni veita samrunaaðilum nægilegt samkeppnislegt aðhald í kjölfar samrunans. Í þessu samhengi horfir Samkeppniseftirlitið m.a. til dagvörumarkaðar á Akureyri og í Reykjanesbæ. Einnig horfir Samkeppniseftirlitið til mögulegra áhrifa á tilteknum svæðum á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í tilkynningu Samkeppniseftirlitsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK