Sýn fer fram á 1,9 milljarða bætur frá Símanum

Sýn, dótturfélag Vodafone, hefur farið fram á rúmlega 1,9 milljarða …
Sýn, dótturfélag Vodafone, hefur farið fram á rúmlega 1,9 milljarða í skaðabætur frá Símanum. Samsett mynd

Sýn hf. hefur gert kröfu á hendur Símanum hf. um greiðsla á skaðabótum vegna tjóns sem félagið telur sig hafa orðið fyrir vegna aðgerða Símans sem Póst- og fjarskiptastofnun komst að niðurstöðu um að hafa falið í sér brot á fjarskiptalögum.

Í tilkynningu til Kauphallarinnar frá Fjarskiptum, móðurfélagi Sýnar, segir að krafist sé bóta vegna tjóns sem félagið hafi orðið fyrir á tímabilinu 15. október 2015 til 30. júní 2018 og svarar bótakrafan rúmlega 1,9 milljörðum. Þá er farið fram á bætur sem Sýn telur sig enn verða fyrir og það tjón sem það telur sig eiga eftir að verða fyrir á því tímabili þangað til Síminn láti af háttsemi sinni og Sýn hefur unnið til baka töpuð viðskipti.

„Sýn hf. hefur gefið Símanum hf. 15 daga frest til að láta af broti sínu og gera upp skaðabætur miðað við þær forsendur sem krafa Sýnar hf. miðar við. Sýn hf. hefur upplýst Símann hf. um að bregðist Síminn hf. ekki við til samræmis megi búast við að Sýn hf. höfði mál án frekari fyrirvara til heimtu bóta vegna tjónsins sem telst orðið 30. júní 2018 og áskilið sér allan rétt til höfðunar frekari mála vegna þess tjóns sem síðar kemur fram eða ekki telst enn ótímabært að meta,“ segir í tilkynningunni.

Í ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnun frá því í byrjun mánaðarins kemur fram að Síminn hafi brotið gegn fjöl­miðlalög­um með því að beina viðskipt­um viðskipta­manna Sjón­varps Sím­ans að tengdu fjar­skipta­fyr­ir­tæki, allt frá 1. októ­ber 2015.

Frétt mbl.isSýn hf. (Voda­fo­ne) og Gagna­veita Reykja­vík­ur efh. (GR) kvörtuðu til PFS yfir meintu broti Sím­ans, en Sím­inn og dótt­ur­fé­lag hans, Míla ehf., hafa mót­mælt því að brot hafi átt sér stað.

Brotið fólst í því að þeir neyt­end­ur sem hafa viljað kaupa áskrift að ólínu­legu sjón­varps­efni Sím­ans, Sjón­varpi Sím­ans Premium, hafa þurft að vera með mynd­lyk­il frá Sím­an­um sök­um þess að viðkom­andi mynd­efni hef­ur síðan 1. októ­ber 2015 ein­ung­is verið dreift yfir svo­kallað IPTV-kerfi Sím­ans og mynd­lykla Sím­ans. Fyr­ir þann dag var einnig hægt að sjá ólínu­legt mynd­efni Sjón­varps Sím­ans í gegn­um kerfi Voda­fo­ne.

Síminn hefur gagnrýnt niðurstöðu Póst- og fjarskiptastofnunar og telur hana meðal annars skaðlega samkeppni.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK