Hlutabréf Netflix féllu um 13%

Færri nýir áskrifendur en áætlað var og HM í Rússlandi …
Færri nýir áskrifendur en áætlað var og HM í Rússlandi er kennt um 13% lækkun hlutabréfa Netflix. AFP

Hlutabréf Netflix féllu um 13 prósent eftir lokun markaða í gær. Fallið kom í kjölfar þess að fyrirtækið birti óvænt fall í vexti áskrifenda annan ársfjórðung í röð. Þá hafa einnig verið uppi áhyggjur vegna skorts á nýjum vinsælum þáttum og áhorf hefur dalað nokkuð vegna HM í knattspyrnu karla.

Samkvæmt Reuters eru fjárfestar á Wall Street enn jákvæðir gagnvart framtíðarhorfum fyrirtækisins og þeirri stöðu sem það hefur á heimsvísu. Engu að síður hafa þessar nýju tölur sett spurningarmerki við vaxtarmöguleika fyrirtækisins og hafa sex hlutabréfamiðlarar lækkað væntingar sínar um þróun hlutabréfanna.

Vegna vinsælda þátta á borð við „Orange is the New Black“ og „House of Cards“ jókst áskrifendafjöldi umfram áætlanir sjö af tíu síðustu ársfjórðungum. Þrátt fyrir að Netflix hafi framleitt mikið magn af nýju efni að undanförnu, hefur fyrirtækinu ekki tekist að framleiða nægilega vinsælt efni til þess að ná áætluðum vexti í fjölda áskrifenda.

Við lokun markaða í gær var heildarverðmæti fyrirtækisins tæplega 200 milljaðrar dollara eða um 21,4 þúsund milljarðar íslenskra króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK