Kaupir tæpan helming í 66° Norður

Ekki er ljóst hver sjóðurinn er sem nú hefur fest …
Ekki er ljóst hver sjóðurinn er sem nú hefur fest kaup á tæplega helmings hlut í 66° Norður. mbl.is

Bandarískur fjárfestingasjóður hefur fest kaup á tæplega helmingshlut Sjóklæðagerðarinnar 66° Norður fyrir 30 milljónir evra eða um 3,7 milljarða íslenskra króna. Fyrirtækið hefur verið rekið með tapi síðustu ár og nam tapið 115 milljónum í fyrra, að því er kemur fram í umfjöllun Fréttablaðsins í dag.

Heildartekjur fyrirtækisins í fyrra eru nálægt kaupverðinu eða um 3,8 milljarðar króna og var EBITDA-hagnaður síðasta árs 161 milljón króna, 65 milljónum minna en árið á undan.

Haft er eftir Helga Rúnari Óskarssyni, forstjóra fyrirtækisins, að unnið hafi verið markvisst að því að leita fjárfesta til þess að tryggja fjármögnun á frekari uppbyggingu fyrirtækisins. Þá er talið að því ferli sé lokið með aðkomu fjárfestingasjóðsins að fyrirtækinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK