Ísland undanþegið verndartollum ESB

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

EFTA-ríkin innan EES, þar með talið Ísland, eru undanþegin tímabundnum verndartollum ESB á stálvörum sem tilkynnt var um í dag. Undanþágan, sem veitt er á grundvelli EES-samningsins, skapar fordæmi og mun einnig gilda um mögulega verndartolla á innflutning á áli til ESB sem nú eru til skoðunar.

Þetta kemur fram á vefsíðu utanríkisráðuneytisins.

Slíkir verndartollar myndu hafa mikil áhrif hér á landi þar sem ESB er okkar helsti útflutningsmarkaður fyrir ál. EES-samningurinn mun því tryggja íslenskum álframleiðendum áframhaldandi aðgang að markaðnum,“ er haft eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra.

Í tilkynningu ESB kemur fram að 25% verndartollur verði lagður á tuttugu og þrjár stálvörur frá 19. júlí. Um er að ræða tímabundnar aðgerðir sem eru m.a. svar við ákvörðun bandarískra stjórnvalda fyrr á árinu um að leggja tolla á ál og stál.

Cecilia Malmström, viðskiptamálastjóri ESB, segir að verndartollar Bandaríkjanna á stál geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir stáliðnað ESB-ríkjanna og starfsmenn í stáliðnaði. Því sé enginn annar möguleiki í stöðunni en að leggja á verndartolla til að vernda innri markaði fyrir holskeflu af innflutningi á stáli. Hún leggur hins vegar áherslu á að aðgerðirnar tryggi að innri markaður ESB haldist opinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK