Segja lífeyrissjóði raska lánamarkaði

Framtíðarhorfur fjármálakerfisins eru sagðar stöðugar, en lífeyrissjóðirnir taldir raska lánamarkaði.
Framtíðarhorfur fjármálakerfisins eru sagðar stöðugar, en lífeyrissjóðirnir taldir raska lánamarkaði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Matsfyrirtækið Standard & Poor´s segir lífeyrissjóðina skapa skekkju á íslenskum lánamarkaði þar sem sjóðunum er ekki gert að uppfylla sömu kröfur og gerðar eru til fjármálafyrirtækja, að því er fram kemur í greinargerð með lánshæfiseinkunn fyrir íslensku bankana sem var birt í gærkvöldi. Útlánastarfsemi lífeyrissjóðanna er sögð hafa áhrif á verðlagningu bankanna og stöðu útlánatrygginga þeirra.

Standard & Poor´s bendir á að markaðshlutdeild lífeyrissjóða fari vaxandi ef litið er til nýrra lána. Fyrir tveimur árum voru 10% allra nýrra lána frá lífeyrissjóðum samanborið við 18% nú. Fyrirtækið gerir ráð fyrir því að löggjafinn muni leita leiða til þess að draga úr ójafnri samkeppnisstöðu sem hefur myndast á lánamarkaði.

Lánshæfiseinkunn Arion, Íslandsbanka og Landsbankans er eins hjá öllum fyrir skuldbindingar til lengri tíma eða BBB+ og skemmri tíma eða A-2. Þá eru framtíðarhorfur fjármálakerfisins sagðar stöðugar og talið er að vöxtur haldi áfram. Einnig telur fyrirtækið að merkjum um ofhitnun í hagkerfinu fari fækkandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK