Landsréttur hafnar beiðni um matsmenn

Landsréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóm­s Reykja­vík­ur, sem hafnaði í ...
Landsréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóm­s Reykja­vík­ur, sem hafnaði í vor beiðni Valitors um dóm­kvaðningu tveggja mats­manna í máli fyr­ir­tækj­anna Datacell og Suns­hine Press Producti­ons (SPP). mbl.is/Hjörtur

Landsréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóm­s Reykja­vík­ur, sem hafnað í vor beiðni Valitors um dóm­kvaðningu tveggja mats­manna í máli fyr­ir­tækj­anna Datacell og Suns­hine Press Producti­ons (SPP), sem er íslenskt dótturfyrirtæki Wikileaks, gegn Valitor.

Í mál­inu krefjast fyr­ir­tæk­in þess að Valitor greiði Suns­hine Press Producti­ons tæpa 7,7 millj­arða króna í bæt­ur og DataCell um 405 millj­ón­ir króna.

Spurn­ing­arn­ar sem biðja átti mats­menn­ina að svara lúta að því hvert fjár­tjón Datacell og Suns­hine Press Producti­ons hafi verið við það að greiðslugátt fyr­ir Wiki­leaks hafi verið lokað í 617 daga en fyr­ir­tæk­in tvö önnuðust rekst­ur gátt­ar­inn­ar. 

Áður höfðu stefn­end­ur aflað mats dóm­kvaddra mats­manna sem var lagt fram í dómi fyr­ir rúm­um tveim­ur árum. Var það niðurstaða þeirra að tjónið væri 3,2 milljarðar kr. Er sú fjárhæð í dag, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá SPP, með dráttarvöxtum og kostnaði 6,7 milljarðar kr.

Í tilkynningunni segir að SPP hafi með þessu unnið „mikilvægan áfangasigur“ í skaðabótamáli sínu gegn Valitor og að með þessu hefjist lokasókn félaganna í málaferlunum.

Valitor lokaði á  greiðslugátt fyrir alþjóðleg framlög til WikiLeaks árið 2011 og úrskurðaði Hæstiréttur árið 2013 að lokunin hafi verið ólögmæt og snýst málið nú um fjárhæð skaðabótakröfunnar í málinu.

mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Erlendar viðskiptafréttir