Gera enn athugasemdir við samrunann

Hagar reyna að kaupa Olís, en Samkeppniseftirlitið hefur ítrekað gert …
Hagar reyna að kaupa Olís, en Samkeppniseftirlitið hefur ítrekað gert athugasemdir við þá ráðstöfun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þær tillögur sem Hagar settu fram vegna mögulegs samruna við Olís duga ekki til að koma til móts við kröfur Samkeppniseftirlitsins og þurfa Hagar að endurskoða tillögurnar með hliðsjón af tilteknum athugasemdum eftirlitsins svo grundvöllur sé fyrir sátt í málinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Högum til Kauphallarinnar.

Hagar sendu frá sér uppfærða samrunatilkynningu í byrjun júlímánaðar eftir að hafa áður dregið slíka tilkynningu til baka áður vegna athugasemda Samkeppniseftirlitsins. Í síðustu tillögum var meðal annars gert ráð fyrir sölu á tveimur Bónus-verslunum, tveimur bensínstöðvum og sölu á fasteign Bónus í Faxafeni.

Í tilkynningunni kemur fram að Samkeppniseftirlitið telji að endurskoða þurfi þessi skilyrði. Hafa Hagar tekið ákvörðun um að halda því ferli áfram og eftir atvikum leggja fram nýja uppfærða tillögu.  Málinu getur því enn lokið með setningu skilyrða fyrir samrunanum eða ógildingu hans.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK