Ghostlamp í kaffisölu

Valgerir Magnússon og Eugenio Ribeiro Neto sem á Eugenio Café. …
Valgerir Magnússon og Eugenio Ribeiro Neto sem á Eugenio Café. Í fréttatilkynningu segir að Neto hafi eytt nokkrum árum í að rannsaka skilyrði til ræktunar kaffibauna, svo sem loftslag, lofthæð og jarðveg til að fá sem best kaffi.

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Ghostlamp hefur tekið að sér að selja kaffi í Brasilíu. „Fyrirtækið er markaðstorg á vefnum sem auðveldar fyrirtækjum og auglýsingastofum aðgengi að áhrifavöldum á samfélagsmiðlum um allan heim. Ghostlamp opnaði nýlega skrifstofu í borginni Natal í Brasilíu og hefur nú gert samning við fyrirtækið Eugenio Café um að selja kaffi í Brasilíu,“ segir í fréttatilkynningu.

Valgeir Magnússon, stjórnarformaður Ghostlamp,segir í fréttatilkynningu að kaffið sé væntanlegt á Evrópumarkað á næstu mánuðum og stefnt á Bandaríkin á næsta ári. „Ghostlamp byrjar á að vinna með þeim Brasilíumarkað og svo færumst við vonandi með þeim um heiminn," segir Valgeir enn fremur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK