Heimsmarkmið SÞ í brennidepli

Matthew Bishop – Rockafeller Foundation.
Matthew Bishop – Rockafeller Foundation.

Ráðstefnan What Works verður haldin í þriðja skipti hér á landi á næsta ári. Hún verður í Hörpu dagana 1. til 3. apríl 2019. Að þessu sinni styður Alþjóðabankinn ráðstefnuhaldið. Kastljósinu verður nú beint að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og hvernig hægt er að nýta mælikvarða félagslegra framfara til að ná þeim áfanga.

Ráðstefnan er á vegum stofnunarinnar Social Progress Imperative og Cognitio sem er fulltrúi hennar hér á landi. Stofnunin hefur frá árinu 2013 birt vísitölu félagslegra framfara sem mælir lífsgæði og styrk innviða samfélaga flestra þjóðlanda. Danmörk kom best út í þessari vísitölu á síðasta ári, Finnland varð í öðru sæti og Ísland og Noregur deildu 3. og 4. sæti. Vísitalan bendir til að hvergi sé meira umburðarlyndi gagnvart minnihlutahópum en hér á landi og þátttaka þeirra hvergi meiri í samfélaginu. Þá skorar Ísland hæst í trúfrelsi og býður upp á öruggt og traust samfélag.

Á What Works er skoðað hvaða úrræði hafa gefist löndum best við að tryggja íbúum sínum velferð og skapa þeim tækifæri til að bæta líf sitt. Fram kemur í fréttatilkynningu að vísitala félagslegra framfara er einnig öflugt tæki til að fylgjast með framgangi áætlana um að ná heimsmarkmiðum SÞ. Ráðstefnan er hugsuð sem ákveðið mótvægi við hina árlegu ráðstefnu sem kennd er við Davos og beinir athyglinni fyrst og fremst að efnahagsmálum.

Á þriðja hundrað taka þátt

Gert er ráð fyrir að 200 til 250 þátttakendur sæki ráðstefnuna en hún er aðeins opin boðsgestum. Von er á áhrifafólki og fyrirlesurum víða að. Meðal þátttakenda á fyrri ráðstefnum voru fulltrúar Facebook, MIT, London School of Economics, Harvard, Deloitte og The Economist.

Auk Alþjóðabankans styðja Arion banki, forsætisráðuneytið og Deloitte á Íslandi ráðstefnuhaldið og Morgunblaðið er samstarfsaðili.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK