Kenna veðrinu um veggjalýsnar

Flugfélagið Air India hefur ekki skilað hagnaði frá árinu 2007.
Flugfélagið Air India hefur ekki skilað hagnaði frá árinu 2007. AFP

Indverska flugfélagið Air India segir að orsök plágu veggjalúsa um borð í einni vél þess megi rekja til veðurs. Vélin flaug frá New York til Mumbaí í síðustu viku og margir farþegar voru bitnir af veggjalúsum. 

Flugfélagið segist hafa hafið rannsókn á málinu og lofar að sótthreinsa vélina hátt og lágt. Air India er stærsta flugfélag Indlands og er um þessar mundir í miklu skuldafeni. Félagið hefur ekki skilað hagnaði frá árinu 2007. 

Áður en málið með veggjalýsnar kom upp hafði flugfélagið verið gagnrýnt fyrir lélega þjónustu og fyrir ítrekaðar seinkanir, segir í frétt BBC.

mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Erlendar viðskiptafréttir