Smíði senn lokið á íbúðum IKEA

IKEA vonast til að geta tekið íbúðahúsið í notkun í …
IKEA vonast til að geta tekið íbúðahúsið í notkun í haust. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Smíði á 34 íbúða fjölbýlishúsi við Urriðaholt í Garðabæ, sem fyrirtækið IKEA stendur fyrir, er á lokastigum, að sögn Þórarins Ævarssonar, framkvæmdastjóra IKEA.

Búist er við því að fyrstu leigjendur flytji inn í byrjun næsta árs. Aðspurður segir Þórarinn of snemmt að segja til um kostnað og leiguverð.

„Við stefnum ennþá á að bjóða þessar íbúðir á umtalsvert lægra verði en gengur og gerist,“ segir hann.

„Það er búið að glerja og setja hurðir í, þannig að það er búið að loka húsinu. Nú er unnið að innivinnunni.Við fáum húsið afhent í október og getum þá byrjað að koma fyrir innréttingum og gólfefni. Þetta gengur því bara vel,“ segir Þórarinn í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK