„Óður til Kirkjufells“

Kirkjufell. Hótelið og fjallið.
Kirkjufell. Hótelið og fjallið. Teikning/Zeppelin arkitektar

„Landeigandi bað mig að gera tillögu að hóteli á lítilli eyri sem gengur fram í Lárós við Grundarfjörð. Ég gerði fyrst tillögu að tveggja hæða húsi en fannst það svo ekki gera mikið í þessu umhverfi. Allt í einu tók byggingin völdin og reis upp úr landinu eins og fjall, eða klettur.“

Þetta segir Orri Árnason, arkitekt hjá Zeppelin arkitektum, um drög að 60-100 herbergja hóteli við Grundarfjörð. Hótelið er teiknað á jörðinni Skerðingsstöðum og svipar því til Kirkjufells. Orri segir aðspurður að Zeppelin arkitektar hafi teiknað hótel sem tekur mið af náttúrunni í kring.

„Hótelið er óður til Kirkjufells og fellur vel að landinu án þess þó að falla inn í það og hverfa,“ segir Orri í umfjöllun um þessi áform í Morgunblaðinu í dag. Hann sér fyrir sér að hótelið verði byggt úr timbureiningum og öðrum náttúrulegum efnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK