Skörp lækkun Icelandair í kauphöllinni

Þota frá Icelandair.
Þota frá Icelandair. mbl.is/Eggert

Verð á hlutabréfum í Icelandair Group hafa lækkað um rúm 10% í viðskiptum dagsins í kauphöllinni. Félagið greindi frá því í gær að 2,7 milljarða kr. tap hefði verið á rekstrinum á öðrum ársfjórðungi.

Björgólf­ur Jó­hanns­son, for­stjóri Icelanda­ir, sagði í frétta­til­kynn­ingu, sem var send út í gær, að af­kom­an hefði  verið lak­ari en áætlan­ir gerðu ráð fyr­ir, en yf­ir­skrift til­kynn­ing­ar­inn­ar frá flug­fé­lag­inu var „Krefj­andi ár­ferði“.

Heildartekjur félagsins jukust um 9% milli ára og námu 399 milljónum dala samanborið við 367,3 milljónir dala árið áður.

EBITDA nam 14,7 milljónum dala samanborið við 40,6 milljónir dala á síðasta ári.

Fram kemur í tilkynningunni, að þrýstingur á fargjöld, lakari sætanýting og einskiptiskostnaður vegna truflana í flugáætlun skýri lækkun á afkomu á milli ára.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK