Björgólfur og Heiðrún bæta við sig í Icelandair

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair.
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair. mbl.is/Árni Sæberg

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, og Heiðrún Jónsdóttir, stjórnarmaður, keyptu samanlagt 709 þúsund hluti í félaginu í dag að andvirði rúmlega 5,4 milljóna króna. Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair Group til kauphallarinnar í dag.

Björgólfur keypti 400 þúsund hluti fyrir rúmlega 3 milljónir króna, á 7,68 krónur hlutinn. Á hann því nú samtals 2,3 milljónir hluta í félaginu að andvirði um 17,7 milljóna króna.

Heiðrún keypti um 309 þúsund hluti á genginu 7,76 á hlut, fyrir um 2,4 milljónir króna.

Hlutabréf í Icelandair Group féllu í gær um tæp 10% eftir uppgjör félagsins fyrir annan ársfjórðung var birt. Var þar greint frá 2,7 milljarða króna tapi félagsins á öðrum ársfjórðungi auk þess sem EBITDA, hagnaður fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir, yfir fjórðunginn dróst saman um 64% frá fyrra ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK