Birna Ósk kaupir í Icelandair

Birna Ósk Einarsdóttir.
Birna Ósk Einarsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri stefnumótunar- og viðskiptaþróunarsviðs Icelandair, keypti í dag 150 þúsund hluti í Icelandair Group fyrir um 1,2 milljónir króna. Viðskipti Birnu fóru fram á 8,08 kr. á hlut.

Bætist hún þar með í hóp stjórnenda flugfélagsins sem fjárfesta í félaginu í vikunni. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, og Heiðrún Jónsdótir stjórnarmaður keyptu samanlagt um 709 þúsund hluti í félaginu í gær að andvirði rúmlega 5,4 milljóna króna.

Hlutabréf í Icelandair Group féllu um 10% prósentustig fyrr í vikunni eftir að félagið birti uppgjör fyrir annan ársfjórðung þar sem greint var frá 2,7 milljarða tapi félagsins á öðrum ársfjórðungi auk sem sem EBTIDA, hagnaður fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir, dróst umtalsvert saman.

Samanlögð eru kaup þremenninganna í Icelandair Group í vikunni því komin í tæpar 6,7 milljónir króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK