Nooyi hættir hjá Pepsico

Indra K. Nooyi, forstjóri Pepsico.
Indra K. Nooyi, forstjóri Pepsico. AFP

Indra Nooyi, forstjóri Pepsico og ein valdamesta kona heims, lætur af störfum hjá matar- og drykkjarframleiðandanum í október. Frá þessu var greint í morgun. Nooyi hefur verið mjög farsæl í starfi sínu hjá Pepsico frá því hún tók við forstjórastólnum árið 2006. 

Nooyi, sem kom til Íslands árið 2013, af tilefni 100 ára afmælis Ölgerðarinnar, verður stjórnarformaður Pepsico þar til snemma árs á næsta ári. Ramon Laguarta verður forstjóri Pepsico.

Á stjórnartíma hennar gengu í gegn ýmsar breytingar á fyrirtækinu, svo sem aukin áhersla á hollari vörur í vörulínu fyrirtækisins. Nooyi, sem er fædd á Indlandi, hefur alls starfað hjá Pepsico í 24 ár. Tekjur Pepsico tæplega tvöfölduðust í stjórnartíð Nooyi. Þær voru 35 milljarðar Bandaríkjadala árið 2006 en voru á síðasta ári 63,5 milljarðar dala.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK