Sætanýting WOW air 92% í júlí

Wow air flutti 409 þúsund farþega til og frá land­inu í júlí eða um 29% fleiri farþega en í júlí árið 2017. Þá var sæta­nýt­ing WOW air 92% í júlí í ár en var 90% í fyrra.

Sæta­nýt­ing­in jókst þrátt fyr­ir 32% aukn­ingu á fram­boðnum sætis­kíló­metr­um miðað við sama tíma­bil í fyrra, að því er Wow air greinir frá í tilkynningu.

Flutt tvær milljónir farþega það sem af er ári

Enn fremur segir, að hlutfall tengifarþega hafi aukist en í ár var hlutfallið 59% í júlí miðað við 44% á sama tíma í fyrra. Það sem af er ári hef­ur Wow air flutt um tvær millj­ónir farþega.

„Wow air flýgur nú til hátt í fjörutíu áfangastaða í Evrópu, Asíu og Norður-Ameríku. Nýlega var tilkynnt um heilsársflug til Mílanó með bættum flugtímum en hingað til hefur aðeins verið flogið til Mílanó á sumrin. Þá hefst áætlunarflug til Indlands í desember á þessu ári,“ að því er segir í tilkynningu.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK