Georg ráðinn forstöðumaður

Georg Haraldsson.
Georg Haraldsson. Ljósmynd/Aðsend

Georg Haraldsson hefur tekið við nýrri stöðu forstöðumanns viðskiptastýringar hjá Iceland Travel.

Georg er tölvunarfræðingur með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík og IE Business School í Madrid, að því er segir í tilkynningu. 

Hann hefur víðtæka reynslu af ferðaþjónustu og flugtengdri starfsemi frá fyrri störfum sínum hjá Iceland Express og Dohop.com. Einnig hefur Georg starfað um sex ára skeið við sölustýringu á alþjóðamarkaði hjá Marorku og Völku.

Iceland Travel á sér áratugalanga sögu og starfar á öllum sviðum íslenskrar ferðaþjónustu. Fyrirtækið vinnur með fjölda alþjóðlegra samstarfsaðila og tekur á móti vel yfir eitt hundrað þúsund ferðamönnum á ári hverju.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK