Jón Karl segir upp hjá Isavia

Jón Karl Ólafsson.
Jón Karl Ólafsson. Ljósmynd/Aðsend

Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri flugvallasviðs Isavia, hefur sagt starfi sínu lausu hjá fyrirtækinu.

Jón Karl hóf störf hjá Isavia fyrir þremur árum og hefur m.a. unnið að hugmyndum um breytingar á rekstrarformi innanlandsflugvalla, segir í tilkynningu frá Isavia.

Segir Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, að þó að hugmyndir Jóns Karls um breytt rekstrarfyrirkomulag hafi ekki náð í gegn enn þá, sé vonast til þess að þær nái að hreyfa við fólki og fá það til að hugsa öðruvísi um rekstur flugvalla sem hluta af almenningssamgöngukerfi. „Mikill árangur hefur náðst í starfstíð Jóns, til að mynda setti ríkið á stofn sjóð til þess að styðja við alþjóðaflug um flugvellina á Akureyri og Egilsstöðum.“

Björn Óli Hauksson mun sjá um stjórn sviðsins þar til ráðið hefur verið í starf framkvæmdastjóra flugvallasviðs.

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir