Sjöttu hverri flugferð aflýst

Farþegar Ryanair á Schoenefeld-flugvellinum í Berlín.
Farþegar Ryanair á Schoenefeld-flugvellinum í Berlín. AFP

Flugmenn hjá lággjaldaflugfélaginu Ryanair eru farnir í verkfall í fimm Evrópulöndum. Verkfallið hófst í nótt og þarf að aflýsa sjöttu hverri flugferð félagsins meðan á því stendur. Ferðalög eru nú í hámarki víða í Evrópu vegna sumarleyfa.

Verkfallið mun nú standa í sólarhring hjá flugmönnum í Þýskalandi, Svíþjóð, Írlandi, Belgíu og Hollandi. Mun það hafa áhrif á 400 flugferðir 50 þúsund farþega.

Kjaradeilan, sem snýst jafnt um aðbúnað og laun, hefur staðið um hríð en aðgerðirnar nú eru þær áhrifamestu sem starfsfólkið hefur farið í til þessa. Forsvarsmenn Ryanair segjast hafa lagt mikið á sig til að finna lausn á deilunni. Um 300 flugferðum félagsins var aflýst í júlí vegna þess að áhafnir þess í Belgíu, Portúgal og á Spáni fóru í verkfall í tvo sólarhringa.

Höfuðstöðvar Ryanair eru á Írlandi en um stærsta lággjaldaflugfélag Evrópu er að ræða. Forsvarsmönnum þess tókst að afstýra verkfalli um síðustu jól með því að viðurkenna rétt starfsmanna til að vera í verkalýðsfélagi, í fyrsta sinn í þrjátíu ára sögu félagsins.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK