Sports Direct kaupir House of Fraser

Verslun House of Fraser á Oxford Street í Lundúnum.
Verslun House of Fraser á Oxford Street í Lundúnum. AFP

Íþróttavöruverslunarkeðjan Sports Direct, sem stýrt er af Mike Ashley, keypti í dag vöruhúsakeðjuna House of Fraser fyrir 90 milljónir punda.

Tilkynnt var um kaupin til bresku kauphallarinnar í morgun skömmu eftir að félagið hafði óskað eftir greiðslustöðvun. Vöruhúsakeðjan var í eigu kínverskra fjárfesta. Þetta kemur fram í frétt AFP.

„Samstæðan hefur keypt allar verslanir House of Fraser í Bretlandi, vörumerkið og allar birgðir félagsins,“ sagði í tilkynningunni.

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir