Lyfin brátt á markað

Bjarni K. Þorvarðarson, forstjóri og Torfi Rafn Halldórsson.
Bjarni K. Þorvarðarson, forstjóri og Torfi Rafn Halldórsson. mbl.is/​Hari

Bjarni Þorvarðarson, forstjóri Coripharma og einn stærsti eigandi fyrirtækisins, segir í Morgunblaðinu í dag, að allt gengi samkvæmt áætlun hjá fyrirtækinu og stefnt væri að því að hefja framleiðslu lyfja strax eftir að úttekt Lyfjastofnunar á fyrirtækinu lýkur, væntanlega í október.

Coripharma og hópur fjárfesta keyptu lyfjaverksmiðju Actavis í Hafnarfirði og húsnæði fyrirtækisins við Reykjavíkurveg 76 af Teva Pharmaceutical Industries. Stærstu fjárfestarnir í Coripharma eru Framtakssjóður, Bjarni Þorvarðarson, VÍS, Hof og tveir fyrrverandi forstjórar Actavis og Delta. Auk þess fjárfestu lykilstarfsmenn í félaginu.

Úttekt Lyfjastofnunar í október

„Það sem er kannski merkilegast við stöðu mála hjá okkur er að allt hefur gengið samkvæmt áætlun,“ segir Bjarni í blaðinu. Hann segir allt hafa gengið ljómandi vel í undirbúningi þess að lyfjaverksmiðja Coripharma gæti tekið til starfa. „Við erum búnir að ráða 27 manns og fyrir áramót stefnum við að því að starfsmenn verði orðnir 35. Standsetning á verksmiðjunni er nú í fullum gangi. Við erum að setja upp loftræstikerfi, framleiðslutæki, gæðakerfi og tölvukerfi og búa verksmiðjuna þannig undir að verða tekin út af Lyfjastofnun, sem verður í október,“ segir Bjarni.

Hann segir að framleiðsla Coripharma á lyfjum geti hafist um leið og úttekt Lyfjastofnunar hafi farið fram. „Við ætlum að vera byrjaðir að framleiða í nóvember og afhenda fyrstu vöruna okkar fyrir áramót. Við erum að vinna í nokkrum viðskiptasamningum núna, til þess að þessi áform okkar gangi eftir,“ sagði Bjarni. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK