Hlutafé í WOW air aukið um helming

Skúli Mogensen, forstjóri Wow Air.
Skúli Mogensen, forstjóri Wow Air.

Hlutafé í flugfélaginu WOW air var nýlega aukið úr rétt tæplega 107 milljónum í tæplega 162 milljónir hluta, eða sem nemur 54,9 milljónum hluta. Voru upplýsingar um breytinguna uppfærðar í fyrirtækjaskrá á föstudaginn. Það er vefurinn Túristi sem greindi fyrst frá þessu.

Segir í frétt miðilsins að Skúli Mogensen, eigandi og forstjóri WOW air, hafi í svari til Túrista sagt breytinguna helgast af því að hann hefði sett eignarhlut sinn í Cargo Express ehf. inn í WOW air á síðasta ársfjórðungi. Þá hafi hann breytt kröfum sínum á hendur WOW air í eigið fé.

WOW air tapaði í fyrra um 22 milljónum dala, eða sem nemur 2,4 milljörðum króna. Á sama tíma hefur farþegum félagsins fjölgað mikið sem og áfangastöðum sem félagið flýgur til.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK