Stjórnarformaðurinn kaupir fyrir 100 milljónir

Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota og stjórnarformaður Icelandair.
Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota og stjórnarformaður Icelandair. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Icelandair group, keypti í dag hlutabréf í félaginu fyrir 100 milljónir króna, eða 12.240.000 hluti á genginu 8,17. Keypti Úlfar bréfin í gegnum einkahlutafélagið JÚ ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar vegna viðskipta fruminnherja.

Mikil viðskipti hafa átt sér stað með bréf félagsins það sem af er degi, eða fyrir 1,12 milljarða. Hafa bréf Icelandair hækkað um 2,87% í viðskiptum dagsins og standa nú í 8,22 krónum á hlut. Úlfar er forstjóri Toyota á Íslandi og hefur verið í stjórn Icelandair frá því í september árið 2010.

Fleiri stjórnendur hafa keypt hluti í félaginu að undanförnu, m.a. Björgólf­ur Jó­hanns­son, for­stjóri Icelanda­ir Group, í byrjun mánaðarins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK