Líran heldur áfram að lækka

Líran hefur veikst mjög á árinu.
Líran hefur veikst mjög á árinu. AFP

Tyrkneski seðlabankinn ætlar að grípa til allra nauðsynlegra úrræða til að tryggja fjárhagslegan stöðugleika í landinu eftir að tyrkneska líran hélt áfram að lækka í morgun. Líran hefur veikst mjög gagnvart öðrum gjaldmiðlum eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti að tollar á tyrkneskt stál og ál yrðu tvöfaldaðir. 

Frá áramótum hefur líran tapað þriðjungi virðis síns gagnvart Bandaríkjadal og hyggst seðlabanki landsins auka lausafé í umferð með ýmsum aðgerðum, meðal annars með lægri bindiskyldu fjármálastofnana í landinu. 

Ástæða tollahækkunarinnar er ágreiningur milli bandarískra stjórnvalda og tyrkneskra, en Bandaríkjamenn hafa ítrekað krafist þess að Bandaríkjamanninum Andrew Brunson verði sleppt úr haldi Tyrkja en Tyrkir saka hann um tengsl við Fethullah Gulen og valdaránstilraunina sem var gerð í Tyrklandi 2016. Þá vilja Tyrkir fá Gulen framseldan frá Bandaríkjunum sem Bandaríkjastjórn ætlar ekki að verða við.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK