Hækka í verði eftir fréttir frá WOW

Hlutabréfaverð hækkaði í Icelandair í morgun. Greinandi telur ekki ólíklegt …
Hlutabréfaverð hækkaði í Icelandair í morgun. Greinandi telur ekki ólíklegt að markaðurinn sé að bregðast við tíðindum af skuldabréfaútgáfu WOW air. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Hlutabréf í Icelandair hafa hækkað um 4,45 prósent í 164 milljóna króna viðskiptum í dag og er verðið nú í 8,91 krónu á hlut. Sigurður Örn Karlsson, greinandi hjá IFS, segir ekki ólíklegt að markaðurinn sé að bregðast við fréttum um skuldabréfaútgáfu og fjárhagsstöðu helsta samkeppnisaðila Icelandair, WOW air.

„Mögulega eru menn að horfa í að flugverð gæti hækkað meira en menn höfðu áður reiknað með,“ segir Sigurður Örn í samtali við mbl.is og vísar til þess að WOW air gæti þurft að hækka meðalverð flugfargjalda hjá sér til þess að bregðast við tæplega fimm milljarða króna taprekstri félagsins undanfarna tólf mánuði.

„Olíukostnaður er og hefur verið að hækka og launakostnaður hefur sömuleiðis hækkað. Þeir gætu þurft að hækka meðalverðin hjá sér til að draga úr áhrifunum,“ segir Sigurður Örn um WOW.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK