Ætlar að byrja á góðu sumarfríi

Liv Bergþórsdóttir.
Liv Bergþórsdóttir. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Liv Bergþórsdóttir, fráfarandi forstjóri Nova, segir það hafa verið tímabært að hleypa nýju fólki að stjórn fyrirtækisins en líkt og mbl.is greindi frá fyrr í dag er Liv að hætta sem forstjóri Nova. Margrét B. Tryggvadóttir aðstoðarforstjóri hefur verið ráðin forstjóri félagsins.

„Ég ætla að byrja á því að taka mér gott sumarfrí,“ segir Liv þegar blaðamaður spyr hana hvað taki nú við. „Þetta eru búin að vera frábær tólf ár hjá Nova,“ bætir hún við og segist ekki vera að búin að ráða sig í annað starf.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK