Cohen grunaður um skattsvik

Michael Cohen.
Michael Cohen. AFP

Michael Cohen, sem lengi var persónulegur lögfræðingur Donalds Trump, er til rannsóknar vegna mögulegra skattsvika og fleiri svika við fjármálastofnanir. Þetta kemur fram í New York Times í gær. Um er að ræða yfir 20 milljóna Bandaríkjadala lán sem hann á að hafa fengið hjá fjármálastofnunum í gegnum leigubílarekstur fjölskyldunnar.

Rannsakað er hvort Cohen hafi brotið lög sem gilda um fjármögnun kosningasjóða eða önnur lög með því að gera fjármálasamninga til að tryggja að konur sem segjast hafa átt í ástarsamböndum við Trump greindu ekki frá málavöxtum. Rannsóknin er á lokastigi og eru saksóknarar að meta hvort málsókn verði lögð fram fyrir lok ágústmánaðar.

Ef Cohen verður ákærður er talið að það geti haft slæm áhrif á stöðu forsetans en Cohen starfaði fyrir fyrirtæki forsetans, Trump Organization, í meira en áratug. Hann var einn nánasti og mest sýnilegi ráðgjafi Trump og þegar Trump tók við embætti forseta kynnti Cohen sig sjálfur sem persónulegan lögmann forsetans. 

Lánin sem eru nú til rannsóknar voru fengin hjá tveimur fjármálastofnunum í New York, Sterling National Bank og Melrose Credit Union.

Frétt New York Times

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK