Tvö stór brunatjón lita afkomu VÍS

Mikið brunatjón varð í Miðhrauni í Garðabæ.
Mikið brunatjón varð í Miðhrauni í Garðabæ. mbl.is/RAX

Vátryggingafélag Íslands tapaði 291 milljón króna á öðrum ársfjórðungi þessa árs, samanborið við 917 milljóna króna hagnað á sama tímabili í fyrra.

Þetta kemur fram í uppgjöri fyrirtækisins og uppfærðri afkomuspá.

„Annar fjórðungur var viðburðaríkur hjá okkur í VÍS, fyrst er að telja tvö stór brunatjón sem urðu með skömmu millibili. Það er eðlilegt að tjón af þessari stærðargráðu liti afkomuna enda hlutverk okkar að standa með viðskiptavinum okkar þegar á reynir,“ segir Helgi Bjarnason, forstjóri VÍS, í tilkynningu.

Þar á hann við brunann í húsnæði Icewear og Geymslna í Miðhrauni í Garðabæ og brunann í Perlunni.

„En á sama tíma er gott að sjá hversu sterkur grunnreksturinn okkar er því bæði samsett hlutfall síðustu 12 mánaða og áætlað samsett hlutfall ársins 2018 eru undir 100% þrátt fyrir umrædd stórtjón,“ segir hann.

Hagnaður VÍS  á fyrri helmingi ársins 2018 nam 552 milljónum króna, samanborið við 1.107 milljónir króna á sama tímabili árið 2017.

„Í þessu samhengi er hagnaður okkar upp á tæpar 600 milljónir króna á fyrri hluta ársins ágætur árangur.

Þrátt fyrir krefjandi aðstæður á hlutabréfamarkaði er ávöxtun af fjárfestingum vel viðunandi. Þar eigum við enn óinnleystan hagnað, upp á tæplega 500 milljónir vegna Kviku sem færast í bækurnar á þriðja ársfjórðungi, segir Helgi einnig í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK