Tollastríðið heldur áfram

AFP

Ekkert lát virðist ætla að verða á viðskiptastríði bandarískra og kínverskra yfirvalda en Bandaríkin lögðu í dag á frekari innflutningstolla á kínverskar vörur. Um er að ræða verndartolla að andvirði 16 milljarða Bandaríkjadala en alls er andvirði verndartolla sem lagðir hafa verið á kínverskar vörur sem fluttar eru til Bandaríkjanna 50 milljarðar Bandaríkjadala.

Verndartollarnir eru liður í aðgerðum forseta Bandaríkjanna, Donalds Trump, í að setja bandarískar vörur í fyrsta sæti. Kínversk yfirvöld mótmæltu þessari nýju álagningu í morgun og segja að tollunum verði svarað með svipuðum aðgerðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK