Origo bætir við starfsfólki í hugbúnaðarlausnum

Frá vinstri: Anna María, Unnur Sól, Róbert Marvin, Benedikt og …
Frá vinstri: Anna María, Unnur Sól, Róbert Marvin, Benedikt og Anna Laufey. Ljósmynd/Origo

Upplýsingafyrirtækið Origo hefur fjölgað starfsfólki í hugbúnaðargerð og stafrænum lausnum.

„Mikil eftirspurn er eftir ráðgjöf og þróun á stafrænni þjónustu, einkum í heilbrigðislausnum. Einnig eru aðrar lausnir, eins og Caren-bílaleigulausn, CCQ-gæðastjórnunarlausn og öryggislausnir vaxandi þáttur í starfsemi okkar. Við bjóðum nýtt starfsfólk velkomið og hlökkum til að takast á við ný og spennandi verkefni með því,“ segir Hákon Sigurhansson, framkvæmdastjóri hugbúnaðarlausna Origo, í tilkynningu.

Anna María Þorsteinsdóttir og Unnur Sól Ingimarsdóttir hafa verið ráðnar sem hugbúnaðarsérfræðingar í stafrænum þjónustulausnum.

Anna María er með BS-gráðu í viðskiptafræði og tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur starfað sem hugbúnaðarsérfræðingur hjá Landsbankanum undanfarin ár.

Unnur Sól Ingimarsdóttir er með BSc-gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur starfað sem forritari hjá Arion banka og Reontech.

Anna Laufey Stefánsdóttir, Benedikt Blöndal og Róbert Marvin Gíslason hafa verið ráðin sem hugbúnaðarsérfræðingar í heilbrigðislausnum.

Anna Laufey er með BS-gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Benedikt Blöndal hefur lokið BS-gráðu í bæði í tölvunarfræði og stærðfræði frá Háskóla Íslands.

Róbert Marvin er með BS-gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Gautaborg. Hann kemur frá Novamatic Lottery þar sem hann starfaði áður sem hugbúnaðarsérfræðingur. Áður starfaði Róbert hjá Sabre Airline og Jappesen AB við forritun.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK