Tap hjá HB Granda á öðrum fjórðungi

HB Grandi hf. tapaði 252 þúsund evrum á öðrum ársfjórðungi.
HB Grandi hf. tapaði 252 þúsund evrum á öðrum ársfjórðungi. mbl.is/Kristinn Magnússon

HB Grandi tapaði 252 þúsundum evra á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt árshlutauppgjöri sem gert var opinbert á vef fyrirtækisins í kvöld. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda, segir tapið, sem nemur um 30 milljónum króna, „óviðunandi“.

„Skýringar eru m.a. hátt gengi íslensku krónunnar sem dró úr arðsemi fiskvinnslunnar. Þá taka veiðigjöld ekki tillit til arðsemi af veiðum einstakra fisktegunda, því grunnur veiðigjaldsins er afkoma greinarinnar árið 2015,“ er haft eftir forstjóranum í tilkynningu.

Hann segist sjá „góð færi“ á að bæta reksturinn.

„Veiðar má auka með auknum veiðiheimildum og arðsemina má bæta með breytingum á skipum og flota. Verið er að skoða fjárfestingar í vinnslu og tæknibúnaði sem ættu að hafa jákvæð áhrif á reksturinn þegar fram í sækir,“ segir forstjórinn, og nefnir einnig að í athugun sé að auka samstarf á sviði markaðs- og sölumála og jafnvel fjárfesta í erlendum sölufélögum.

Hagnaður félagsins á fyrstu sex mánuðum ársins nam þó í heildina rúmlega 3,7 milljónum evra, samkvæmt árshlutauppgjörinu. Séu niðurstöður rekstrarreiknings fyrirtækisins reiknaðar til íslenskra króna á meðalgengi fyrri árshelming 2018 (1 evra = 123,5 kr), verða tekjur 12,3 milljarðar króna, EBITDA 1,3 milljarðar og hagnaður á tímabilinu um 400 milljónir króna.

Tilkynning um árshlutauppgjör á vef HB Granda

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK