Argentínski pesóinn lækkaði um 13,5%

Ákvörðun Seðlabanka Arg­entínu um að hækka stýri­vexti sína upp í …
Ákvörðun Seðlabanka Arg­entínu um að hækka stýri­vexti sína upp í 60% til þess að reyna að koma í veg fyr­ir frek­ara hrun arg­entínska pesó­ans bar ekki árangur. AFP

Gengi argentínska pesóans hefur hríðlækkað þrátt fyrir aðgerðir Seðlabanka Argentínu fyrr í dag að hækka stýri­vexti sína upp í 60%. Áður voru stýri­vext­irn­ir 45%. 

Gengi pesó­ans féll um nærri 7% gagn­vart Banda­ríkja­dal í gær og við lokun markaða í Arg­entínu í kvöld féll hann um nærri 7% til viðbót­ar.

Gengið hefur lækkað um 13,5% frá því í gær þegar Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn (AGS) samþykkti að flýta greiðslum á 50 millj­arða Banda­ríkja­dala láni til rík­is­ins og lýsti þannig yfir stuðningi við þær aðgerðir sem ríkið hyggst grípa til í erfiðum efna­hagsaðstæðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK