Panasonic fer frá London til Amsterdam

AFP

Japanska tæknifyrirtækið Panasonic ætlar að flytja höfuðstöðvar sínar í Evrópu frá Bretlandi til Amsterdam í október á sama tíma og það styttist í útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.

Að sögn framkvæmdastjóra Panasonic í Evrópu, Laurent Abadie, er ástæðan fyrir flutningnum að komast hjá skattlagningu sem er fylgifiskur ákvörðunar Breta um að yfirgefa ESB. Nokkur alþjóðleg fyrirtæki hafa tilkynnt um að þau ætli að flytja starfsemi sína frá Bretlandi áður en Bretar fara úr ESB í mars á næsta ári. 

Sama á við um nokkur japönsk fjármálafyrirtæki sem ætla að fara frá London og færa sig og störf á sínum vegum til ríkja ESB. 

Stjórnendur Panasonic ákváðu að grípa til þessa úrræðis vegna ótta um að japönsk yfirvöld gætu litið á Bretland sem skattaparadís ef skattar verða lækkaðir á fyrirtæki til þess að reyna að laða að erlend stórfyrirtæki, segir Abadie í viðtali við japanska viðskiptablaðið Nikkei. Því ef skattar á Panasonic yrðu lækkaðir í Bretlandi þýddi það aukna skatta í heimalandinu, Japan.

Panasonic hefur haft flutning í huga allt frá því Bretar samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu að ganga úr ESB. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK