Búið að tryggja WOW milljarða

Skúli Mogensen, forstjóri WOW air.
Skúli Mogensen, forstjóri WOW air. mbl.is/Andri Steinn

Fjárfestar sem taka þátt í skuldabréfaútboði WOW air, sem gert er ráð fyrir að klárist innan tveggja vikna, munu einnig fá kauprétt að hlutafé í flugfélaginu þegar það verður skráð á hlutabréfamarkað sem nemur helmingi af höfuðstól skuldabréfanna. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Þeir sem kjósa að nýta umræddan kauprétt munu jafnframt fá að eignast hlutabréfin á gengi sem verður 20 prósentum lægra en skráningargengi félagsins. Nokkrir erlendir fjárfestar hafa nú þegar skráð sig til þess að kaupa verulegan hluta útboðsins.

Þetta staðfestir Skúli Mogensen, forstjóri og eini hluthafi WOW air, í samtali við Fréttablaðið. 

Vextir á skuldabréfunum verða í kringum níu prósent og að sögn Skúla eru kjörin „ásættanleg miðað við markaðsaðstæður“. Skúli segir „jákvætt“ ef fjárfestar vilji með þessu móti taka þátt í fyrirhugaðri hlutafjáraukningu WOW air þegar félagið verður skráð á markað á næstu 18 til 24 mánuðum. Aðspurður telur hann að flugfélagið verði fullfjármagnað fram að þeim tíma eftir að skuldabréfaútboðinu lýkur.

Frétt Fréttablaðsins í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK