Engin arðsemi í sendingum frá Kína

Bréfasendingum fækkar en pökkum fjölgar vegna aukinna umsvifa netverslana. Pakkarnir …
Bréfasendingum fækkar en pökkum fjölgar vegna aukinna umsvifa netverslana. Pakkarnir frá Kína standa samt ekki undir sér. Rósa Braga

Uppgjör Íslandspósts fyrir fyrstu sex mánuði ársins sýnir að afkoma hafi versnað um 260 milljónir króna. Heildartekjur fyrirtækisins lækka um 64 milljónir eða um 2% á tímabilinu, að því er segir í fréttatilkynningu Íslandspósts. Þar segir einnig að samdráttur í bréfamagni er langt umfram spár og fækkar bréfum um 12% milli ára.

Tekjur Íslandspósts af bréfum innan einkaréttar lækka um 201 milljón króna, en aðrar tekjur hafa aukist um 132 milljónir. Rekstrarkostnaður jókst um 285 milljónir á milli ára eða um 7% og lækkar afkoma fyrirtækisins EBIDTA um 349 milljónir króna.

Fram kemur í fréttatilkynningunni að haldi fækkun bréfa áfram með sama móti verður metfækkun bréfa á árinu 2018 sem myndi þýða að tekjur fyrirtækisins lækkuðu um 400 milljónir. Jafnframt er tekið fram að kostnaður við dreifingu sé að aukast vegna fjölgunar íbúða og fyrirtækja.

Hafa gengið á eigið fé

Árið 2018 hefur verið Íslandspósti mjög erfitt meðal annars vegna þess að samdráttur í fjölda bréfa veldur því að fyrirtækinu gengur erfiðlega að uppfylla þá almannaþjónustu sem ætlast er til af hálfu stjórnvalda.

„Tekjum af einkaréttarbréfunum er ætlað að greiða fyrir þá alþjónustu sem ekki stendur undir sér, s.s. dreifingu í sveitum landsins. Nú er svo komið að tekjur af einkarétti duga ekki til þar sem þær hafa dregist mikið saman með minnkandi magni. Önnur þjónusta sem fyrirtækið veitir í samkeppni hefur því verið að greiða niður hluta alþjónustunnar. Það dugar hins vegar ekki lengur til og því hefur saxast á eigið fé Íslandspósts sem gengur ekki til lengdar,“ segir í tilkynningu fyrirtækisins.

Morgunblaðið/Ernir

Óarðbærir pakkar

Móttaka, meðhöndlun og dreifing á sendingum frá útlöndum er hluti af alþjónustuskyldu sem ríkið leggur á Íslandspóst. Mikil aukning hefur verið á slíkum sendingum vegna netverslun hefur farið vaxandi, en sérstaklega er mikið magn af sendingum að koma frá Kína.

„Vegna óhagstæðra alþjóðasamninga þar sem Kína er flokkað sem þróunarríki fær Íslandspóstur mjög lágt gjald greitt fyrir þessar sendingar og standa þær greiðslur einungis undir litlum hluta þess kostnaðar sem fellur til við að meðhöndla þær. Mikið tap af þessum erlendu sendingum, sem Íslandi ber að sinna samkvæmt alþjóðasamningum, er stór hluti vandans við fjármögnun alþjónustunnar,“ segir í tilkynningu fyrirtækisins.

Þá kemur fram að ófjármagnaður kostnaður við alþjónustu nam um 600 milljónum kr. á síðastliðnu ári og er áætlað að hann nemi rúmum 700 milljónum kr. á árinu 2018.

Vísað er til spár póstfyrirtækja í nágrannalöndum sem benda til þess að ófjármagnaður kostnaður við alþjónustu muni aukast umtalsvert á næstu árum miðað við óbreyttar þjónustukröfur í pósttilskipun Evrópusambandsins og fyrirkomulag burðargjalda samkvæmt alþjóðasamningum.

Stjórnendur Íslandspósts vinna nú með stjórnvöldum til þess að leita leiða til að tryggja fjármögnun alþjónustunnar og á niðurstaða að liggja fyrir á næstu mánuðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK