Kröfu Samkeppniseftirlitsins hafnað

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur hafnað kröfu Samkeppniseftirlitsins um að kæru Isavia vegna bráðabirgðaákvörðunar eftirlitsins frá 17. júlí, um að stöðva tímabundið gjaldtöku á fjarstæðum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar sem hófst 1. mars, verði vísað frá. Er það byggt á því að um umtalsverða fjárhagslega hagsmuni sé að ræða fyrir Isavia.

„Telja verður að fyrrgreind bráðabirgðaákvörðun, sem ætlað er að kveða á um ákveðið réttarástand í rúma fimm mánuði, sé verulega íþyngjandi í garð áfrýjanda og hafi umtalsverð fjárhagaleg áhrif á starfsemi hans. Þá er einnig til þess að líta að óvissa ríkir um að hve miklu leyti þær afleiðingar sem ákvörðunin hefur í för með sér eru afturkræfar, s.s. varðandi möguleika áfrýjanda á gjaldtöku á ytri rútustæðum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á gildistíma ákvörðunarinnar,“ segir í úrskurði nefndarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK