Anna Björk í framkvæmdastjórn Advania

Anna Björk Bjarnadóttir, nýr framkvæmdastjóri ráðgjafar og sérlausna hjá Advania.
Anna Björk Bjarnadóttir, nýr framkvæmdastjóri ráðgjafar og sérlausna hjá Advania. Ljósmynd/Aðsend

Anna Björk Bjarnadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri ráðgjafar og sérlausna hjá Advania. Hún mun stýra sókn félagsins í ráðgjöf til viðskiptavina um stafræna umbreytingu. Samkvæmt tilkynningu frá Advania er þetta hluti af breyttu skipulagi félagsins þar sem aukin áhersla verður sett á ráðgjafarhlutverk til viðskiptavina.

Á nýja sviðinu verða rúmlega hundrað starfsmenn þar sem áherslan verður lögð á ráðgjöf á sviði stafrænnar stefnu ásamt þróun og þjónustu ýmissa sérlausna Advania.

Anna Björk starfaði hjá Símanum í átta ár, þar af fimm í framkvæmdastjórn. Undanfarin ár hefur hún leitt ráðgjafarfyrirtækið Expectus. Anna Björk var áður ráðgjafi hjá Capacent, stýrði þjónustusviði TeleDanmark í Noregi og hefur setið í stjórnum svo sem Viðskiptaráðs, Sensa og Festu.

Í framkvæmdastjórn Advania eru nú þau Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, Sigrún Ámundadóttir, Sigurður Sæberg Þorsteinsson, Kristinn Eiríksson og Anna Björk Bjarnadóttir ásamt forstjóranum Ægi Má Þórissyni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK