Klárast öðrum hvorum megin við helgina

Skúli Mogensen, forstjóri WOW air.
Skúli Mogensen, forstjóri WOW air. mbl.is/RAX

Gert er ráð fyrir því að skuldabréfaútboð WOW air klárist öðrum hvorum megin við helgina. Þetta er meðal þess sem kemur fram í viðtali við Skúla Mogensen, forstjóra WOW air, í Bloomberg.

Haft er eftir Skúla í fréttinni að flugfélaginu muni takast að selja skuldabréf fyrir að lágmarki 50 milljónir dollara. „Takmarkinu er ekki náð en það mun nást öðrum hvorum megin við helgina,“ segir Skúli.

Að sögn Skúla hefur útboðinu verið mætt með mikilli eftirspurn eftir skuldabréfum í London og Skandinavíu og félaginu muni takast að ná lágmarkinu, um 50 milljónum bandaríkjadala, andvirði rúmlega 5,5 milljarða íslenskra króna.

Þá er tekið fram að íslensk stjórnvöld hafi verið að fylgjast með félaginu og segist forstjórinn sannfærður um að félaginu takist að skila hagnaði á næsta ári þrátt fyrir taprekstur 2017 og fyrri helming þessa árs.

WOW air ákvað að fara í útgáfu skuldabréfa til þess að endurfjármagna skuldir félagsins og brúa fjárþörf fram að frumútboði félagsins, sem stefnt er að innan eins og hálfs árs.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK