Salan á CCP merki um þrek og mannauð

Þórdís Kolbrún mætir til Bessastaða.
Þórdís Kolbrún mætir til Bessastaða. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta eru ótrúlega sterkar og góðar fréttir fyrir Ísland, fyrir íslenskt hugvit, og mér finnst þetta sýna að á Íslandi er hugvit og nýsköpun sem alþjóðlegir fjárfestar vilja taka þátt í,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra nýsköpunarmála, um söluna á tölvuleikjaframleiðandanum CCP til suðurkóreska fyrirtækisins Pearl Abyss.

„Ég myndi segja að þetta væri merki um þrek og mannauð sem við höfum hérna. CCP er 21 árs gamalt fyrirtæki, svo þetta er ákveðin þrautseigja,“ segir Þórdís Kolbrún sem gleðst yfir því að Pearl Abyss skuli hafa ákveðið að fjárfesta í CCP.

„Það er mikil samkeppni um þessa fjármuni og þeir hafa allan heiminn fyrir framan sig en velja samt að koma hingað.“

Í dag var svo einnig greint frá því að bandarískt fyrirtæki hefði fjárfest í ferðasölufyrirtækinu Guide to Iceland fyrir um 2,2 milljarða króna. Það þykir ráðherranum einnig gleðilegt.

„Mér finnst þetta bara sýna að við erum með gott umhverfi og eftirsóknarvert fólk, þannig að þetta er bara frábært.“

Hún segir þessi dæmi sýna að nýsköpunarfyrirtæki geti blómstrað hér á landi og séu að gera það.

„Það sem ég vil gera sem nýsköpunarráðherra og markmiðið með nýsköpunarstefnunni er að styrkja þetta umhverfi enn frekar. Það liggur alveg fyrir að þetta er okkur lífsnauðsynlegt að vera með svona fyrirtæki hér á landi,“ segir Þórdís Kolbrún og bætir við að hún telji stórar alþjóðlegar fjárfestingar á borð við þessar bera þess merki að mikil gæði séu í íslenskri nýsköpun.

Frá ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag.
Frá ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK