Þórarinn og Jón gefa ekki kost á sér

Höfuðstöðvar N1.
Höfuðstöðvar N1. Ljósmynd/Aðsend

Vegna mistaka í fundarboði hluthafafundar N1 hf. sem boðað hefur verið til 25. september var sagt að allir núverandi stjórnarmenn félagsins hefðu þegar gefið kost á sér til endurkjörs.

Það var ekki rétt því nú liggur fyrir að stjórnarmennirnir Þórarinn V. Þórarinsson og Jón Sigurðsson hafa tilkynnt formanni stjórnar að þeir muni ekki gefa kost á sér á hluthafafundinum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá N1 hf.

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir