Icelandair rýkur upp

Bréf Icelandair hækkuðu mikið í dag
Bréf Icelandair hækkuðu mikið í dag mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Á sama tíma og hlutabréf flestra fyrirtækja á aðallista Kauphallarinnar lækkuðu í dag ruku hlutabréf í Icelandair upp. Talsverður órói hefur verið á markaði í dag og hélt meðal annars krónan áfram að lækka sem hún hefur gert síðustu daga. Seinni partinn styrktist krónan hins vegar á ný.

Gengi Icelandair hækkaði um tæplega 10% í viðskiptum í dag, en beðið er frétta af skuldabréfaútboði samkeppnisaðila Icelandair, WOW air, sem leitar nú fjármagns frá fjárfestum til að setja í rekstur félagsins. Samkvæmt upplýsingum í dag er frétta af útboðinu að vænta fyrir vikulok.

Bréf annarra félaga í Kauphöllinni, að HB Granda undanskildum, lækkuðu hins vegar í verði í dag. Mest lækkuðu bréf  N1, en þau fóru niður um 5,7% og í Eik fasteignafélagi þar sem bréfin lækkuðu um 4,8%.

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir