Kjöt og fiskur skellir í lás

Pavel í búðinni.
Pavel í búðinni. mbl.is/Árni Sæberg

Rekstri verslunarinnar Kjöts og fisks á Bergstaðastræti 14 verður hætt klukkan 19.00 í kvöld. Greint er frá því á Facebook-síðu verslunarinnar. Körfuknattleikskapparnir Pavel Ermolinskij og Jón Arnór Stefánsson opnuðu verslunina á haustmánuðum árið 2014.

Í Facebook-færslunni kemur fram að þeir félagar hafi notið þessi að vera hluti af hverfinu. Upp úr standi allt frábæra fólkið sem þeir hafi kynnst; starfsfólk og viðskiptavinir. 

Við viljum þakka öllum þeim sem að lögðu leið sína til okkar í gegnum árin og gerðu vinnuna okkar svona skemmtilega og gefandi. Takk kærlega fyrir okkur,“ segir enn fremur.

Pavel segir í samtali við Fréttablaðið að reksturinn hafi reynst erfiður. Hann segir að þetta séu ekki endalokin en Pavel kveðst ætla að einbeita sér að því að framleiða vörur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK