Áskell Heiðar ráðinn framkvæmdastjóri 1238

Áskell Heiðar Ásgeirsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri 1238, The Battle …
Áskell Heiðar Ásgeirsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri 1238, The Battle of Iceland. mbl.is/​Hari

Áskell Heiðar Ásgeirsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fræðslu- og upplifunarmiðstöðvar um Sturlungaöldina sem verður opnuð á Sauðárkróki síðar á árinu. Miðstöðin hefur fengið nafnið 1238, The Battle of Iceland, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

Áskell Heiðar er menntaður landfræðingur frá Háskóla Íslands, með diplómu í opinberri stjórnsýslu frá HÍ og MA gráðu í ferðamálafræði og viðburðastjórnun frá Háskólanum á Hólum og Leeds Metropolitan University. 

Hann hefur skipulagt fjölda viðburða hérlendis á undanförnum árum, m.a. tónlistarhátíðirnar Bræðsluna og Drangey Music Festival, auk þess að stýra síðustu tveimur Landsmótum hestamanna.

Fræðslu- og afþreyingarmiðstöðin 1238, The Battle of Iceland, mun segja sögu Sturlungaaldarinnar með hjálp nýjustu tækni í miðlun og sýndarveruleika og verður áhersla lögð á þá stóru bardaga sem einkenndu öld Sturlunga.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK