Bréf Icelandair halda áfram að hækka

Bréf í Icelandair hafa hækkað í dag og í gær, …
Bréf í Icelandair hafa hækkað í dag og í gær, en hækkunin er meðal annars rakin til óvissu með skuldafjárútboð WOW air. Samsett mynd

Hlutabréfaverð Icelandair hélt áfram að hækka nú í morgun eftir opnun markaða. Hefur það hækkað um 5,1% það sem af er degi í 289 milljón króna viðskiptum.

Bréf í félaginu hækkuðu einnig mikið í gær, en þá fóru þau upp um tæplega 10%. Helsti samkeppnisaðili Icelandair, flugfélagið WOW air, hefur undanfarna daga og vikur unnið að því að tryggja sér fjármögnun með hlutafjárútboði, en félagið þarf að lágmarki að tryggja sér 50 milljónir dali, eða sem nemur 5,6 milljörðum íslenskra króna.

Óvissa um skuldafjárútboðið er talin ein skýringin á snörpum hækkunum á verði hlutabréfa Icelandair. Þá hefur gengi ís­lensku krón­unn­ar gefið eft­ir síðustu daga gagn­vart helstu viðskipta­mynt­um. Seðlabank­inn greip í gær inn í á gjald­eyr­is­markaði vegna lækk­un­ar krón­unn­ar, en krónan hefur haldið áfram að lækka í dag og hefur gengisvísitalan hækkað um 0,5% það sem af er degi. 

Grein­ing­araðilar segja í sam­tali við Morg­un­blaðið og mbl.is að lík­lega megi rekja þá þróun til ótta markaðar­ins við að ferðamönn­um muni fækka á kom­andi mánuðum. Þar spili ekki síst inn í óljós­ar frétt­ir af stöðu WOW air. 

Greint var frá því í Morgunblaðinu í dag að forsvarsmenn WOW air væru vongóðir um að geta tryggt félaginu aukið fjármagn og í Fréttablaðinu kom fram að stjórnendur WOW air hefðu fundað með fulltrúum viðskiptabankanna þriggja í gær og að skoðuð væri hugsanleg aðkoma þeirra að útboðinu. Þá segir blaðið jafnframt að Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, hafi ásamt lögmanni félagsins fundað með Samkeppniseftirlitinu síðla gærdags.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK