Isavia hagnaðist um 1,6 milljarða á fyrri hluta ársins

Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia.
Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hagnaður Isavia á fyrri hluta ársins nam 1.571 milljón króna og jókst um 89 milljónir frá sama tímabili á síðasta ári. Rekstrarhagnaður samstæðunnar fyrir fjármagnsliði og skatta var 2,2 milljarðar og jókst um 9% milli ára. Þetta kemur fram í hálfsársuppgjöri fyrirtækisins.

Rekstrartekjur námu 19.015 milljónum króna sem er 2.099 milljóna króna aukning samanborið við sama tímabil á síðasta ári eða 12%.

Haft er eftir Birni Óla Haukssyni, forstjóra Isavia, að afkoman hafi í meginatriðum verið í takt við áætlanir. „Ferðamönnum sem fóru um Keflavíkurflugvöll fyrstu sex mánuði þessa árs hefur fjölgað um 15,6% samanborið við sama tímabil í fyrra. Það er veruleg fjölgun sem er að stærstu hluta tilkomin vegna fjölgunar skiptifarþega sem er í takt við spár Isavia,“ segir hann. Þá hafi metfjöldi farþega farið um Keflavíkurvöll nú í lok sumars og aldrei hefur verið flogið til jafnmargra áfangastaða frá Íslandi, hvort sem það er í Evrópu eða Norður-Ameríku.

Handbært fé Isavia samkvæmt uppgjörinu er 2,4 milljarðar og voru fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum fyrir 3 milljarða á ársfjórðungnum. Eigið fé félagsins er 32,6 milljarðar og er eiginfjárhlutfallið 43%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK