WOW sagt óska aðkomu bankanna

Skúli Mogensen forstjóri WOW air. Bankastjórar stóru bankanna þriggja eru …
Skúli Mogensen forstjóri WOW air. Bankastjórar stóru bankanna þriggja eru sagðir hafa fundað með forsvarsmönnum flugfélagsins í gær. mbl.is/RAX

Stjórnendur og ráðgjafar WOW air eru sagðir ræða við forsvarsmenn stóru bankanna þriggja um mögulega aðkomu þeirra að fjármögnun flugfélagsins, að því er fram kemur í Fréttablaðinu í dag. Er flugfélagið sagt skoða af alvöru að leita liðsinnis bankanna til þess að tryggja að lágmarksstærð yfirstandandi skuldabréfaútboðs félagsins, sem er jafnvirði um 5,5 milljarða króna, verði náð.

Bankarnir þrír,  Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn, eru þá sagðir skoða hugsanlega aðkomu sína að útboðinu. Þannig hafi bankastjórar bankanna fundað með stjórnendum WOW air og fulltrúum Arctica Finance, ráðgjafa flugfélagsins, í turninum við Höfðatorg eftir hádegi í gær.

Ekki liggja fyrir staðfestar upplýsingar um hve mikið fjármagn bankarnir þyrftu að lána WOW air. Ákveði bankarnir hins vegar að lána það sem upp á vantar binda menn vonir við að aðrir fjárfestar taki þátt í útboðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK