Fótboltasnillingar framtíðar mældir

Brynjar Bjarnason er stofnandi Soccer Genius.
Brynjar Bjarnason er stofnandi Soccer Genius. Árni Sæberg

Rodrygo Goes er nafn sem ekki margir þekkja í knattspyrnuheiminum. Hann er 17 ára gamall drengur frá Brasilíu og var keyptur til spænska knattspyrnuliðsins Real Madrid í sumar á 45 milljónir evra sem nemur rúmum fimm milljörðum íslenskra króna. Drengurinn er fótboltasnillingur og það hefur Brynjar Bjarnason, stofnanda íslenska fyrirtækisins Soccer Genius, grunað um nokkurt skeið. Fyrirtækið sérhæfir sig í mælingu á getu knattspyrnufólks og mælir fimm þætti: knattrak, sendingar, spretti, skothraða og nákvæmni skota. Fyrir fjórum árum var Goes mældur með tækjum Soccer Genius og til að gera langa sögu stutta þá sló Goes öllum við sem höfðu prófað.

Varan sem Soccer Genius býður upp á er aftur á móti ekki aðeins mælingar á knattspyrnugetu. Sérstaðan liggur í samanburðinum. Félög geta borið saman hvar þeirra leikmenn standa að meðaltali við önnur félög. Þá geta leikmenn sjálfir borið sig saman við fyrri mælingar sínar og séð hvar þeir geta bætt sig. Samanburður við aðra úti í heimi er einnig mögulegur ef maður vill.

Stefna á 100 þúsund mælingar

„Þetta er spennandi og skemmtilegt verkefni sem á góða möguleika á markaði. Hversu mikla verður framtíðin að leiða í ljós. En þetta er spennandi hugmynd og spennandi fyrirtæki,“ segir Brynjar Bjarnason, stofnandi og framkvæmdastjóri Soccer Genius, í samtali við ViðskiptaMoggann. Fyrirtækið var stofnað árið 2011 og er með starfsemi í þremur löndum, á Íslandi, í Bandaríkjunum og á Írlandi en Craig Moore, fyrrverandi fyrirliði ástralska landsliðsins í knattspyrnu, er umboðsmaður fyrirtækisins í Ástralíu. Soccer Genius hefur verið vel tekið víða og er ónefnt félag utan efstu deildar á Englandi með búnaðinn til reynslu. Þá ber þess að geta að Guðni Bergsson, formaður KSÍ og fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu, er einn aðilanna á bakvið fyrirtækið.

Um 130 milljónir íslenskra króna hafa verið settar í Soccer Genius sem hlaut meðal annars 25 milljóna styrk frá Tækniþróunarsjóði. Fyrirtækið einblínir á bandarískan markað eins og heiti þess gefur til kynna og er nú þegar í samstarfi við þrettán félög þar í landi, sum hver í efstu deild, sem hafa keypt Soccer Genius græjur til að mæla iðkendur. Fyrirtækið stefnir á að vera komið með 100 þúsund mælingar á leikmönnum á fyrri helmingi næsta árs í gagnagrunn sinn og stefnir einnig á að vera í samstarfi við tíu klúbba til viðbótar þar í landi á sama tímabili.

Fréttina í heild sinni má lesa í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK