Heimilt en ekki skylda að greiða kaupauka

Eigendur N1 eru að stærstum hluta lífeyrissjóðir landsins.
Eigendur N1 eru að stærstum hluta lífeyrissjóðir landsins. Ljósmynd/Aðsend

Starfskjarastefna hefur verið við lýði í fimm ár hjá N1 en stjórn félagsins mun leggja fram endurskoðaða stefnu á hluthafafundi síðar í mánuðinum. Öll hlutafélög skráð á hlutabréfamarkaði þurfa að fá slíkta stefnu samþykkta á hluthafafundi. Þetta kemur fram í bréfi sem stjórnarformaður N1 hefur sent 20 stærstu hluthöfum félagsins.

Stjórn Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna, stærsta hlut­hafa N1, ætl­ar að funda um áform stjórn­ar N1 um að taka að nýju upp kaupaka­kerfi á stjórn­ar­fundi sjóðsins í næstu viku. Það ætl­ar stjórn Gild­is líf­eyr­is­sjóðs einnig að gera, en Gildi á einnig stór­an hlut í N1.

Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra sagði í umræðum á Alþingi í gærkvöldi að stöðva yrði áform stjórnenda N1 að taka upp bónusgreiðslukerfi.

Í bréfinu sem sent var til stærstu hluthafanna skrifar Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarformaður N1, að fréttaflutningur vegna starfskjarastefnu fyrirtækisins hafi verið villandi í fjölmiðlum.

„Sú stefna, sem nú er lögð fram er heimild fyrir stjórn að greiða kaupauka, en ekki skylda,“ segir meðal annars í bréfinu. Lagt sé upp með að hámarkskaupaukar geti aldrei orðið hærri en sex mánuðir fyrir forstjóra og aðeins einu sinni hafi hámarks kaupauki verið greiddur í félaginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK